Samtök fjármálafyrirtækja verða til við sameiningu SBV, SÍT og SÍSP.

Ákveðið hefur verið að sameina þrenn samtök fjármálafyrirtækja hér á landi í einum frá og með næstu áramótum undir heitinu Samtök fjármálafyrirtækja. Þetta eru Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV), Samband íslenskra tryggingafélaga (SÍT) og Samband íslenskra sparisjóða (SÍSP).  Hin nýju samtök verða heildarsamtök fyrirtækja á fjármálamarkaði hér á landi með aðild að Samtökum atvinnulífsins.

Bjarni Ármannsson hefur verið kjörinn formaður stjórnar Samtaka fjármálafyrirtækja. Markmið hinna nýju samtaka að vera upplýsingaveita bæði fyrir innlenda og erlendra aðila um fjármálamarkaðinn og að standa vörð um starfsumhverfið og auka skilning á þessum markaði.