Stjórnir Gildis-lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs Vestfirðinga hafa undirritað samning um samruna sjóðanna sem taka mun gildi 1. janúar 2015. Gildi mun þá taka við öllum eignum og skuldbindingum Lsj. Vestfirðinga sem þá sameinist Gildi.
Kynningarfundur með sjóðfélögum um samrunasamninginn verður haldinn þriðjudaginn 28. október n.k. kl. 17 og verður staða sjóðsins einnig kynnt á fundinum.
Aukaársfundur Gildis verður haldinn 3. desember n.k. kl. 17 þar sem samrunasamningurinn verður borinn undir fulltrúaráð sjóðsins til samþykktar ásamt þeim breytingum á samþykktum sjóðsins sem eru nauðsynlegar vegna samrunans.
Báðir fundirnir verða haldnir á Grand Hótel, Reykjavík og verða nánar auglýstir síðar.