Í vikunni sendu Landssamtök lífeyrissjóða út fréttatilkynningu, þar sem m.a. því var beint til stjórna og stjórnenda lífeyrissjóða í landinu að koma til móts við lántakendur eins og aðstæður leyfa hverju sinni. Í framhaldi af þessari fréttatilkynningu hafa Landssamtök lífeyrissjóða skipað vinnuhóp til að fjalla um og gera tillögur um aðstoð lífeyrissjóðanna við þá einstaklinga sem eru eða kunna að verða í vandræðum með skil á afborgunum vegna sjóðfélagalána.
Í vinnuhópnum eiga sæti: Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri LL, Óskar Magnússon, Sameinaða lífeyrissjóðnum, Stefán Árni Auðólfsson, Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, Þór Egilsson, Lífeyrissjóði verzlunarmanna og Örn Arnþórsson frá Gildi lífeyrissjóði.