Allt frá bankahruninu haustið 2008 hafa átt sér stað viðræður milli fulltrúa þrettán lífeyrissjóða og skilanefndar Landsbanka Íslands hf. um stöðu framvirkra gjaldmiðlavarnarsamninga sjóðanna við bankann og forsendur fyrir mögulegri sátt um uppgjör þeirra. Náðst hefur rammasamkomulag milli fulltrúa Landssamtaka lífeyrissjóða og skilanefndar Landsbanka Íslands hf. um fullnaðaruppgjör samninganna. Niðurstaða samkomulagsins er að mestu í samræmi við stöðu samninganna í ársreikningum lífeyrissjóðanna og mun því ekki hafa áhrif á tryggingafræðilega stöðu þeirra. Í kjölfar samkomulagsins verður hægt að ljúka uppgjöri milli Landsbanka Íslands hf. og einstakra lífeyrissjóða.
Viðræður Landssamtaka lífeyrissjóða við skilanefnd Landsbanka íslands hf. um uppgjör gjaldmiðlaskiptasamninga hafa verið gríðarlega flóknar. Þær hafa staðið yfir allt frá hruni og með formlegum hætti frá því í mars 2009, eða um tvö og hálft ár.
Hér er um mjög miklivægt skref að ræða og er vonast eftir því að þetta samkomulag verði til þess að viðræður við hina bankana tvo, það er að segja skilanefnd Glitnis og skilanefnd Kaupþings, geti farið af stað á nýjan leik.
Skuld lífeyrissjóðanna vegna gjaldmiðlavarnarsamninga í heild í við alla bankana eftir skuldajöfnun nema fjörutíu milljarðar króna og hlutur Landsbankans í henni er um þriðjungur.
Niðurstaða samkomulagsins við Landsbankann er í megin atriðum í samræmi við stöðu samninganna í ársreikningum lífeyrissjóðanna og mun því ekki hafa áhrif á tryggingafræðilega stöðu þeirra, eins og áður segir.