Sameining Sameinaða lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðsins Hlífar.

Stjórnir lífeyrissjóðanna hafa samþykkt samkomulag um sameiningu lífeyrissjóðanna.

Samkomulagið gengur út á að sjóðfélagar Lífeyrissjóðsins Hlífar hefji að greiða iðgjöld til Sameinaða lífeyrissjóðsins frá og með 1. janúar 2002. Endanleg sameining er háð samþykki aðalfunda beggja sjóðanna. Eignir Lífeyrissjóðsins Hlífar nam um áramótin 2000/2001 3.214 m.kr. og fjöldi greiðandi sjóðfélaga var um 400 manns. Í dag verður haldinn sjóðfélagafundur hjá Lífeyrissjóðnum Hlíf til að ræða frekar framtíð sjóðsins.