Sameinaði lífeyrissjóðurinn tekur upp reglur SÞ um ábyrgar fjárfestingar.

Sameinaði lífeyrissjóðurinn hefur ákveðið að taka upp reglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar. Reglurnar, sem eru leiðbeinandi fyrir stofnanafjárfesta um allan heim, fela í sér að þátttakendur skuldbinda sig til að taka tillit til umhverfislegra og félagslegra þátta við fjárfestingar sínar, auk þess sem lögð er áhersla á góða stjórnarhætti fyrirtækja sem fjárfest er í.