Sameinaði lífeyrissjóðurinn: Nafnávöxtun var 5,5% en raunávöxtun neikvæð um 2,8%.

Nafnávöxtun Sameinaða lífeyrissjóðsins á árinu 2001 nam 5,5% og raunávöxtun - 2,8%. Slök ávöxtun ársins skýrist af mikilli lækkun innlendra og erlendra hlutabréfa sjóðsins.

Þrátt fyrir þetta og sérstaka 7% hækkun lífeyrisréttinda 1. júli 2000, er staða sjóðsins traust. Heildareignir aldurstengdrar deildar sjóðsins umfram skuldbindingu er 5,6% og heildarskuldbinding stigadeildar sjóðsins umfram eignir nemur 0,7%. Hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok nam alls 45.640 m.kr., þar af í stigadeild 45.298 m.kr.og í aldurtengda deild 342 m.kr. Hækkun eigna sjóðsins milli áranna 2000 og 2001 nam alls 3.556 m.kr. Helstu kennitölur eru þessar: Eignir sjóðsins í íslenskum krónum námu 64,6% (61,3%) og í erlendri mynt 35,4% (38,7%) Tölur innan sviga eru miðaðar við árslok 2000. Fjöldi virkra sjóðfélaga var 10.638 (10.786) og fjöldi lífeyrisþega 3.489 (3.408). Kostnaður sem hlutfall af hreinni eign nam 0,18% sem er sama hlutfall og á árinu 2000. Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins hefur ákveðið að ársfundur sjóðsins verði miðviku- daginn 15. maí 2002 kl. 16.00. Fundurinn verður haldinn að Grand Hótel Sigtúni 38 Reykjavík.