Sænsku lífeyrissjóðirnir AP hafa ásakað ríkisstjórninni vegna lélegrar ávöxtunar á fyrra helmingi þessa árs, sem þeir segja að rekja megi til of takmarkandi fjárfestingaheimilda stjónvalda í garð sjóðanna. Ávöxtun þessara sjóða, þ.e. AP1, AP2 og AP3, var á fyrra helmingi ársins neikvæð um 8% til 9%.
Haft er eftir forráðamönnum sjóðanna að betra regluverk væri almenningi til mikilla hagsbóta. Reglurnar séu of strangar og takmarkandi. Hægt sé að þróa núverandi reglur í frjálsræðisátt, þannig að þær verði til mikilla hagsbóta í framtíðinni. Einkum og sér í lagi mætti auka við heimildir í óhefðbundnum fjárfestingum, t.d. í vogunar- og framtakssjóðum og einnig ættu hrávörur að vera sérstakur eignaflokkur í safni lífeyrissjóðanna, sem ekki væri heimilt nú.
Alþjóðleg fjármálakreppa og sér í lagi lánsfjárkreppan í Bandaríkjunum hafa komið illilega niður á fjármálamörkuðunum fyrstu sex mánuði þessa árs,. Fyrir utan hrávörumarkaðinn, sem sænsku lífeyrissjóðirnir geta ekki fjárfest í, þá hefur orðið veruleg verðmætisrýrnun í öðrum eignaflokkum sjóðanna.
Með því að að fjárfesta í óhefðbundum fjárfestingum, þá eykst fjölbreytni eignasafnsins. AP3 lífeyrissjóðurinn er með um 51,8% eignanna í hlutabréfum, 39,4% í skuldabréfum og um 9% í fasteignum, framtaks- og vogunarsjóðum. Mesta tapið er vegna hlutabréfanna, en þar var ávöxtunin neikvæð um 7,5% fyrri hluta ársins. Það var aðeins í skuldabréfum sem ávöxtunin var jákvæð.
Sama er að segja með AP1 lífeyrissjóðinn. Þar nam tapið á hlutabréfum um 14%. Aukið frelsi lífeyrissjóðanna og minni takmarkanir í fjárfestingum er almenningi til mikilli hagsbóta þegar til lengri tíma er litið.