Sænsk stjórnvöld reka formann AP3 – sjóðsins.

Sænsk stjórnvöld hafa rekið Johan Bjorkman, formann þriðja ríkislífeyrissjóðsins, Tredje AP-fonden eða AP3. AP3 er einn af stærstu lífeyrissjóðum Svíþjóðar með um 129, 7 milljarða króna í umsýslu eða um  1.250 milljarða íslenskra króna.    

Bjorkman hefur verið formaður sjóðsins í 13 ár. Talsmaður sænska fjármálaráðuneytsiins greindi frá því að brottreksturinn stafaði af rannsókn, þar sem fram hefði komið að  Bjorkman væri flæktur í innherjaviðskipti og skattsvik vegna  viðskipta í  Sviss og Liechtenstein.

Þrátt fyrir að meint svik væru ekki hægt að tengja beint við AP3-sjóðinn, taldi talsmaðurinn að stjórnvöld væru  “hrædd um að grunsemdirnar mundu hafa neikvæð áhrif á sjóðinn og allt sænska lífeyrissjóðakerfið.”

Aðstoðarfjármálaráðherrann Gunnar Lund hafði til að byrja með beðið Bjorkman að hverfa úr stöðu sinni  um stundarsakir sem formaður sjóðsins á meðan á rannsókinni stendur, en tilboði hans var hafnað.

AP3 er einn af stærstu lífeyrissjóðum Svíþjóðar með um 129, 7 milljarðar króna í umsýslu eða um  1.250 milljarða íslenskra  króna.


 

Heimild: IPE 2/9 2003.