Sæmræmd skattaleg meðferð lífeyrissparnaðar í Evrópu.

Nefnd um fjármálaþjónustu undir forystu Pehr Gyllenhammar, leggur til að tekin verði upp samræmd skattaleg meðferð lífeyriskerfa innan Evrópusambandsins, til þess að koma í veg fyrir skattalega mismunun launþega sem ávinna sér lífeyrisréttinda í fleiri en einu ríki innan Evrópusambandsins.

Nefndin hefur nýlega sent frá sér skýrslu, sem ber heitið One Europe, One Pension – Affording the Future, en formaður hennar er Pehr Gyllenhammar, fyrrverandi forstjóri VOLVO.


Nefndin leggur mikla áherslu á nauðsyn þess að efla lífeyrissparnað í Evrópu til að koma í veg fyrir að lífeyrisbyrði af hálfu hins opinbera stóraukist á næstu áratugum. Þá leggur nefndin mikla áherslu á að samræmd stefna gildi varðandi skattalega meðferð lífeyrissparnaðar í Evrópu.


Lífeyriskerfin geta verið skattlögð (T = Taxed)) eða eða verið undanþegin skatti (E = Exempt). Í fyrsta lagi er um að ræða iðgjöld til sjóðanna, í öðru lagi lífeyrissjóðina sjálfa, hvort sem um er að ræða fjármagnstekjur eða arðgreiðslur af hlutabréfum, og í þriðja lagi lífeyrisgreiðslurnar.


Skattlagnining iðgjalda – Undanþága frá skatti (E).

Næstum því öll lönd innan Evrópusambandsins heimila frádrátt iðgjalda frá skattskyldum tekjum, hvort sem um er að ræða framlag launþegans eða launagreiðandans.


Skattlagning fjármagnstekna – Undanþága frá skatti (E).

Lífeyrissjóðir í flestum löndum innan Evrópusambandsins þurfa ekki að greiða skatt af fjármagnstekjum eða arðgreiðslum. Reglurnar eru þó ekki eins skýrar, eins og með skattalega meðferð iðgjalda eða lífeyrisgreiðslna.


Skattlagning lífeyris – Lífeyrir skattlagður (T).

Flest lönd innan Evrópusambandsins skattleggja lífeyrisgreiðslur, hvort sem um er að ræða tímabundar greiðslur eða eingreiðslur. Sum lönd skattaleggja eingreiðslur þó minna en tímabundar greiðslur og önnur lönd innan EB heimila alls ekki eingreiðslur lífeyris.


Nefndin leggur til svokallað EET- reglu, þ.e.a.s. þar sem iðgjöld og fjármagnstekjur lífeyrissjóðanna séu undanþegnar skatti, en lífeyrir hins vegar skattlagður.


11 af 15 ríkjum innan Evrópusambandsins eru með svokallaða EET-reglu. Þessi lönd eru: Austurríki, Belgía, Finnland, Frakkland, Grikkland, Írland, Holland, Portúgal, Spánn, Bretland og Þýskaland. Nefndin telur allar líkur á því að 14 af 15 löndum innan EB geti tekið upp EET-regluna. Tekið skal fram að Ísland er með EET-reglu, þ.e. iðgjöld eru frádráttarbær frá skatti, lífeyrissjóðirnir greiða ekki fjármagnstekjuskatt, en lífeyririnn er skattlagður eins og um sé að ræða launatekjur.


Nefndin leggur mikla áherslu á að skattaleg meðferð iðgjalda verði sú sama í öllum löndum innan Evrópusambandsins til að hægt sé að koma í veg fyrir skattalega mismu