Þann 1. júlí voru samþykkt lög sem víkka heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga í félögum sem skráð eru á First North. Með breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 var sjóðunum veitt heimild til að fjárfesta í verðbréfum sem verslað er með á markaðstorgi fjármálagerninga (MTF) fyrir allt að 5% af hreinni eign sjóðanna. Sjá lög.