Reynsla Svía af frjálsu vali vegna viðbótarlífeyrissparnaðar er ekki góð.

Hér á fréttasíðunni hefur áður verið greint frá nýju lífeyriskerfi í Svíþjóð og minnst á sérstaka stofnun PPM, sem er tengiliður milli launamannsins og hinna fjölmörgu sjóða, sem bjóðast til þess að annast varðveislu og ávöxtun á sænska lífeyrissparnaðinum.

Heildariðgjald er hinu nýja sænska lífeyriskerfi er 18,5%. Það skiptist þannig að 16% iðgjald fer í samtímalífeyrisgreiðslur en 2,5% iðgjald er hins vegar fjárfest í fjölmörgum sjóðum, sem launþegar geta sjálfir valið.

Í grein úr tímaritinu "University of Chicago Magazine" kemur fram að þeir sem tóku vikan þátt í fjárfestingu eigin lífeyris völdu almennt dýrari og einsleitnari sjóði en aðrir. Nokkuð sem við Íslendingar getum vafalaust lært af við val á fjárfestingarleiðum og vörsluaðilum í viðbótarlífeyrissparnaðinum.

Hægt að velja um margar fjárfestingasjóði.

Í boði eru nú tæplega 700 fjárfestingasjóðir, sem sjóðfélagar geta valið um, hvað varðar 2,5% iðgjaldið, og þeir geta hvenær sem er skipt um sjóði. Á sama tíma geta sjóðfélagar valið allt að fimm mismunandi sjóði. Sjóðfélagar bera sjálfir fjárhagslega áhættu á fjárfestingunum. Þeir sem ekki velja sjálfir fara í svokallaðan forvalssjóð (default funds).  

Sérhver sjóður byggir á fjárfestingareglum, sem hann verður að fara eftir. Þannig er hægt að flokka sjóðina niður eftir eðli fjárfestinganna, t.d. hlutabréfasjóði, skuldabréfasjóði eða blandaða sjóði. Sjóðirnir þurfa að famfylgja tveimur megin skilyrðum. Í fyrsta lagi að undirgangast reglur Evrópumsambandsins, svokallaðar UCITS-reglur, og í öðru lagi að samþykkja þær umsýsluþóknanir sem PPM hefur lagt til.

Lífeyriskerfið bíður upp á mikið val fyrir sjóðfélagana á fjárvörsluaðilum, en samhliða þessu vali er kerfið að nokkru leyti miðstýrt með tilkomu PPM, sem semur við alla sjóðina eða fjárvörsluaðilana um umsýsluþóknanir og gerir við sjóðina sérstakan samskiptasamning og fylgist að öðru leyti með því að allt fari fram eftir settum reglum.

 

Forvalssjóðurinn AP-7 kom vel út.

Hvernig reyndust fjárfestingar Svíanna?  Í nýlegri grein úr tímaritinu University of Chicago Magazine  Skynsemisvillur og atferlishagfræði: Nýjar hugmyndir um val lífeyrissparnaðar”, kemur fram að þeir sem tóku vikan þátt í fjárfestingu eigin lífeyris völdu dýrari og einsleitnari sjóði en aðrir, sem fóru sjálfkrafa í sérstakan forvalssjóð, sem heitir AP-7.

Fjárfestingar forvalssjóðsins voru upphaflega að mestu leyti erlendar eða um 65%. Önnur 17% samanstóðu af sænskum hlutabréfum, 10% fóru í vísitölutryggð skuldabréf, 4% í vogunarsjóði (hedge funds), og loks önnur 4% í hlutabréf í smærri fyrirtækjum. Forvalssjóðurinn festi meira en helming fjárins í vísitölusjóði (index fund) og tók þar með stóran þverskurð af hlutabréfamarkaðinum. Sjóðunum var stýrt með óvirkum hætti (þ.e. samkvæmt ‘buy-and-hold’-reglunni), og var því rekstrarkostnaður lítill.

Á þeim þremur árum sem umliðin eru síðan PPM var stofnsett hefur forvalssjóðurinn hlotið hæstu einkunn hjá sjóðamatsþjónustunni Morningstar. Það var eins gott að forvalssjóðurinn var skynsamlega uppbyggður því mannalegt eðli og tilhneigðin til að halda öllu óbreyttu eða slá á frest leiddi til þess að markaðshlutdeild sjóðsins varð hlutfallslega mjög há eða um 33% í Svíþjóð.

 

Aðeins 8,4% nýrra sjóðfélaga velja aðra fjárfestingarkosti.

Í dag eru nýjir sjóðfélagar miklu líklegri til að velja forvalssjóðinn. Raunar velja einungis 8.4 % nýrra sjóðfélaga sjálfir samval lífeyriseigna sinna úr þeim fjölmörgu sjóðum sem valið stendur um. Yfir 90% af nýjum sjóðfélögum velja hins vegar forvalssjóðinn, AP-7.

 

Sjá grein úr University of Chicago Magazine.