Aðalfundur Reiknistofu lífeyrissjóða ehf. var haldinn á Ísafirði s.l. miðvikudag. Lögð var fram samrunaáætlun RL og Strengs hf. Eins og kunnugt er hafa lífeyrissjóðirnir nú þegar keypt Streng hf., þannig að samruninn ætti að vera auðveldari en ella.
Félagsstjórnir beggja félagana eiga þó eftir að undirrita í sameiningu samrunaáætlunina en gert er ráð fyrir því að félögin sameinist undir nafni Strengs hf. Talið er að nokkrar vikur taki að ganga frá samrunaferlinum. Stjórnir RL og Strengs hf. þurfa að samþykkja skiptingaáætlun og greinargerð og senda öll nauðsynleg gögn til hlutafélagaskrár. Þessu ferli á svo að ljúka með samþykki hlutahafundar hjá báðum félögunum og tilkynningu til hlutafélagaskrár. Í stjórn Reiknistofu lífeyrissjóða voru kosnir: Árni Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Friðjón Sigurðsson, Kristján Örn Sigurðsson og Örn Arnþórsson.