Raunávöxtun Lifiðnar var 8,9% í fyrra - Trygginga- fræðilega staða góð.

Hrein raunávöxtun Lífiðnar í fyrra var  8,9%. Árið 2003 var raunávöxtunin 9,9%. Meðaltal raunávöxtunar frá stofnun sjóðsins árið 1997 er um 5%. Góða ávöxtun má rekja til hagstæðra skilyrða á verðbréfamörkuðum, sér­stak­lega á innlendum hlutabréfamarkaði en styrking íslensku krónunnar dró úr ávöxt­un seinni hluta árs. Eignir Lífiðnar umfram skuldbindingar námu 2,1 millj­arður króna um síðustu áramót.

Heildareignir Lífiðnar námu 27,2 milljörðum í árslok 2004, þar af nema eignir séreignardeildar 570 milljónum. Heildareignir sjóðsins hækkuðu um 4,4 milljarða á árinu eða um 20% og séreign um 50%. Eignir Lífiðnar skiptast þannig að innlend hlutabréf voru 12%, erlend hlutabréf 16%, skráð markaðsskuldabréf 46% og veðlán 24%

 Árið 2004 greiddu um 5.000 manns til sjóðsins og námu iðgjaldatekjur alls 1,7 milljarði króna sem um 1.300 launagreiðendur stóðu skil á. Á árinu nutu 629 lífeyrisþegar lífeyris­ að fjárhæð 305 milljónum króna. Greiddur lífeyrir sem hlutfall af iðgjaldatekjum er 18% sem er með því lægsta sem gerist hjá lífeyrissjóðum. Ástæða þess er lágur meðalaldur sjóð­félaga.

Stjórnir Lífiðnar og Samvinnulífeyrissjóðsins tilkynntu 7. febrúar sl. að gert hafi verið sam­komulag um að kanna möguleika á sameiningu sjóðanna. Markmið samruna er aukið rekstrarhagræði, efling eignastýringar og bætt þjónusta við sjóð­félaga og launa­greið­endur. Ætla má að heildareignir sameinaðs sjóðs verði 50-55 milljarðar.