Raunávöxtun hlutabréfa nær engin síðustu árin.

Úrvalsvísitala Aðallista VÞÍ náði lágmarki um miðjan júní og hafði hún þá ekki verið lægri síðan 18. desember 1998. Á því tímabili hækkaði neysluverð um 15,7% og var raunávöxtunin því neikvæð sem því nemur. Þetta kom m.a. fram á morgunverðarfundi Íslandsbanka í dag, þar sem spáð var um milliuppgjör og horfur fyrirtækja á þessu ári.

Í ársbyrjun 1997 var gildi Úrvalsvísitölunnar 884 stig og hefur vísitalan hækkað um rúmlega 19% frá þeim tíma. Á sama tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 19,2% og er raunávöxtun hlutabréfa á þesu tímabili, tæplega fjögur og hálft ár, nær engin. Hér er aðeins miðað við verðhækkanir á hlutabréfum en ekki tekið tilliti til aðrgreiðslna. Hins vegar hafa arðgreiðslur af íslenskum hlutabréfum verið mjög lágar og myndu þær því ekki breyta þessari niðurstöðu að neinu ráði. Sé lengra tímabil valið, t.d. frá árbsyrjun 1993 er myndin hagstæðari fyrir hlutabréfin. Frá þeim tíma hefur ávöxtun Úrvalsvísitölunnar veriðum 9,7% á ársgrundvelli, án tillits til arðgreiðslna. Eftir miklar lækkanir á hlutabréfaverði er að mati Greiningar Íslandsbanka að finna mörg kauptækifæri á innlendum hlutabréfamarkaði, þó svo að ekki sé útlit fyrir snögg umskipti á markaðnum á næstu mánuðum.