Raunávöxtun 20 stærstu lífeyrissjóðanna mjög góð í fyrra.

Samkvæmt athugun sem Landssamtök lífeyrissjóða hafa gert var raunávöxtun lífeyrissjóðanna mjög góð í fyrra. Athugunin er unnin samkvæmt upplýsingum úr ársreikningum lífeyrissjóðanna.  Landssamtök lífeyrissjóða áætla að meðaltal hreinnar raunávöxtunar hjá lífeyrissjóðunum hafi numið 10,6% í fyrra. Ef 5 ára meðaltal sjóðanna er skoðað, er ávöxtunin hæst hjá Gildi lífeyrissjóði eða 11,0%, en þar næst kemur Lífeyrissjóður verzlunarmanna með 9,8% hreina raunávöxtun. LL áætla að 5 ára meðaltal í raunávöxtun sjóðanna hafi numið 8,3%. Upplýsingar um 10 ára raunávöxtun liggja aðeins fyrir hjá helmingi sjóðanna, m.a. vegna sameiningar þeirra á umliðnum árum. Í tíu ára meðaltalinu er Gildi lífeyrissjóður hæstur með 8,0% og fast á hæla honum er Lífeyrissjóður verzlunarmanna með 7,8% raunávöxtun. LL áætla að hrein raunávöxtun sjóðanna hafi numið s.l. 10 ár um 6,55%. Sjá töflu hér á eftir.

 

 

Lífeyrissjóður   Hrein eign 31.12.2006 þús. króna Hrein raunávöxtun 2006 5 ára hrein raunávöxtun  10 ára hrein raunávöxtun 
Lsj. starfsmanna ríkisins  282.259.926 10,9% 8,6% 6,4%
Lsj. verzlunarmanna 240.348.888 12,7% 9,8% 7,8%
Gildi lífeyrissjóður 215.411.276 9,4% 11,0% 8,0%
Sameinaði lífeyrissjóðurinn 88.373.003 11,8% 5,2%
Almenni lífeyrissjóðurinn 83.242.554
þ.a. Ævisafn 1  16.714.023 13,9% 6,0%
þ.a. Ævisafn 2 42.111.486 12,6% 7,3%
þ.a. Ævisafn 3 9.595.054 6,3% 6,4%
þ.a. Ævisafn 4 1.392.256 4,8% 5,4%
þ.a. Tryggingadeild 7.710.838 13,3% 8,7%
þ.a. Lífeyrisdeild 5.718.896 2,8%
Stafir lífeyrissjóður 74.710.213 9,0% 8,6% 7,2%
Frjálsi lífeyrissjóðurinn 59.613.928
þ.a. Frjálsi 1 40.932.807 10,1% 7,0%
þ.a. Frjálsi 2 2.763.582 3,9% 6,4%
þ.a. Frjálsi 3 4.425.902 0,9% 4,6%
þ.a. Tryggingadeild 11.491.637 11,4% 7,4%
Lífeyrissjóður Norðurlands 56.431.731 8,6% 8,4% 7,1%
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 50.924.639 10,5% 8,8% 6,8%
Festa lífeyrissjóður 48.634.302 11,1% 6,6% 5,1%
Lífeyrisjóður bankamanna, hlutfallsd. 37.519.790 6,2% 5,5% 4,3%
þ.a. Hlutfallsdeild 27.439.081 6,2% 5,5% 4,3%
þ.a. Stigadeild 10.080.709 9,8% 8,0%
Lífeyrissjóður Austurlands 27.458.145 8,8% 5,0% 3,2%
Lífeyrissjóður verkfræðinga 27.218.311 9,6% 4,8%
Lífeyrissjóður Vestfirðinga 25.968.359 9,2% 8,7% 6,1%
Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga 22.869.244 7,6% 6,9%
Íslenski lífeyrissjóðurinn 22.430.546
þ.a. Leið 1 8.311.010 12,5% 8,4%
þ.a. Leið 2 5.543.342 11,6% 8,0%
þ.a. Leið 3 3.927.067 7,1% 6,5%
þ.a. Leið 4 2.279.763 4,2%
þ.a. Sameign  2.369.364 11,9% 6,9%
Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga 22.147.805 11,1% 8,5% 6,4%
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 21.605.516 12,7% 8,9%
Lífeyrissjóður bænda 20.905.368 8,6% 6,0%
Eftirlaunasjóður FÍA 14.087.989 8,8% 5,6% 5,5%
Samtals 1.442.161.533
*  Lífeyrissjóður Norðurlands og Lífeyrissjóður Austurlands sameinuðust 1. janúar 2007 undir heitinu Stapi lífeyrissjóður.