Rafrænt stjórnarkjör

Lífeyrissjóður verkfræðinga kýs í stjórn með rafrænum hætti en slíkt hefur ekki áður gerst hér á landi. Í fréttatilkynningu frá sjóðnum segir m.a.: "Blað hefur verið brotið í sögu íslenskra lífeyrissjóða nýverið þegar fram fór fyrsta rafræna stjórnarkjör lífeyrissjóðs hérlendis svo vitað sé hjá Lífsverki, Lífeyrissjóði verkfræðinga.  Var það vel við hæfi á sextugasta aldursári sjóðsins, en sjóðurinn var einnig fyrsti íslenski lífeyrissjóðurinn sem tók upp sjóðfélagalýðræði og byggði á aldurstengdri réttindaávinnslu frá upphafi.  Tilgangur þess að innleiða rafræna kosningu var fyrst og fremst að gera sjóðfélögum auðveldara að nýta kosningarétt sinn og auka þannig þátttöku í stjórnarkjörinu."

Fréttatilkynning_Lifsverks