PFZW eykur ekki lífeyrisréttindi næstu árin.

Hollenski lífeyrissjóðurinn PFZW, sem metinn er á 71,5 milljarða evra, ætlar ekki að auka við lífeyrisréttindi næstu fjögur árin en nýta tímann til að rétta gjaldþol sjóðsins af eftir alþjóðlega efnahagshrunið. PFZW er næst stærsti lífeyrissjóður Hollands.
David Uitdenbogaard, talsmaður PFZW, segir að endurreisnaráætlun sjóðsins hafi verið lögð fyrir hollenska lífeyrissjóðaeftirlitið. Hann segir PFZW, sem er lífeyrissjóður heilbrigðisstétta, hafa ákveðið að vísitölutengingu lifeyris úr sambandi í ár og næstu þrjú árin.

„Ef við látum lífeyrisgreiðslur ekki fylgja verðlagi  í fjögur ár ætti sjóðurinn að geta náð sér á fimm árum. Ef aðstæður breytast til hins verra eða efnahagsbati lætur á sér standa, þurfum við að grípa til frekari ráðstafana.“

Eignir PFZW-sjóðsins í lok september 2008  stóðu undir heildarskuldbindingum sjóðsins og 26% umfram þær en í lok nóvember var þetta hlutfallið komið niður í 96% af heildarskuldbindingum. Samkvæmt hollenskum lögum varð sjóðurinn að gera grein fyrir því fyrir 1. apríl hvernig ætlunin væri að styrkja sjóðinn þannig að hann næði því að standa við skuldbindingar innan þriggja ára. Í ljósi árferðisins heimila stjórnvöld hins vegar að sjóðurinn fái fimm ár til að rétta sig af.


Heimild: Globalpensions.com