Öldrunarbyrðin einna lægst á Íslandi.

Algengur mælikvarði við að reikna út öldrunarbyrði þjóða er að skoða hlutfall fólks yfir 65 ára í hlutfalli við fólk á vinnufærum aldri, þ.e. 15 til 64 ára. Þetta hlutfall er einna lægst á Íslandi eða 17,2% , en er t.d. 22,4% í Danmörku og 26,6% í Svíþjóð.

Öldrunarbyrðin samkvæmt þessum útreikningi er hæst í Svíþjóð eða 26,6% en áberandi lægst á Írlandi, 16,4%,og á Íslandi , 17,2%. Hlutfall þetta ber að skoða í samhengi við kostnað við að halda uppi almannatryggingarkerfum, þar sem byggt er á gegnumstreymiskerfi, þ.e.á samtíma skatttekjum hins opinbera. Opinber gegnumstreymiskerfi standa nú frammi fyrir djúpri kreppu víða um heim sakir aukins hlutfalls aldraðra. Mörgum þessara kerfa var komið á fót þegar fólksfjöldi og raunlaun jukust mun hraðar en nú gerist. Þó svo að öldrunarbyrðin sé einna lægst á Íslandi ber þó að hafa það hugfast að hlutfall eldri borgara hér á landi fer vaxandi í samanburði við þá sem eru á vinnumarkaði. Skoðum listann nánar, þ.e hlutfall fólks 65 ára og eldri í samanburði við fólk á vinnufærum aldri í helstu löndum Evrópu: Austurríki 22.1% Belgía 26,2% Bretland 24,6% Danmörk 22,4% Finnland 22,4% Frakkland 24,6% Holland 20,9% Írland 16,4% ÍSLAND 17,2% Noregur 23,1% Portúgal 22,1% Spánn 23,2% Svíþjóð 26,6% Sviss 22,4% Þýskaland 23,5%


Heimild: William M. Mercer og IPE.