Nýr formaður hjá EFRP, - European Federation for Retirement Provison.

Á haustfundi EFRP, sem eru samtök lífeyrissjóðasambanda í Evrópu, var Jaap Maassen kosinn formaður samtakanna.   Maasen sem kemur frá stærsta lífeyrissjóði í Evópu, ABP í Hollandi, tók við af Alan Pickering, frá  breska ráðgjafafyrirtækinu Watson Wyatt, sem gegnt hafði formennskunni í þrjú ár.  Peter Lindblad frá Svíþjóð og Angel Martinez-Aldama frá Spáni voru endurkjörnir varaformenn EFRP. Að sögn fráfarandi formenns, Alan Pickering, verður mikilvægasta verkefnið Evrópuríkjanna að innleiða nýja tilskipun Evrópusambandsins um lífeyrissjóði.   

Flest lönd innan Evrrópusambandsins eru aðilar að EFRP, en auk þess eiga önnur lönd í Evrópu, þ.á.m. Ísland, aðild að samtökunum. 

Um 90% til 95% af starfandi mönnum í eftirfarandi löndum eiga aðild að  lífeyrissjóðum, sem í gegnum lífeyrissjóðasamtök sín eru aðilar að EFRP: Danmörk, Hollandi, Íslandi, Pólandi og Svíþjóð, en auk þess greiða iðgjöld til lífeyrissjóða  um 80% af launþegum þessara landa: Bretland, Írland, Spánn og Þýskaland.

Flest samtök sem eru aðilar að EFRP eru ekki rekin í hagnaðarskyni (non-profit) og í mörgum þeirra eru stjórnirnar skipaðar til helminga fulltrúum verkalýðsfélaga  og atvinnurekenda.

73 milljónir Evrópubúa eiga aðild að lífeyrissjóðum sem eru aðilar að lífeyrissjóðasamtökum innan EFRP.

Lönd innan Evrópusambandsins sem eiga aðild að EFRP: Austurríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Holland,  Írland, Ítalía, Luxemborg, Póland, Portúgal, Spánn, Svíþjóð. Þýskaland og Ungverjaland.

 Lönd utan Evrópusambandsins, sem eiga aðild að EFRP: Króatía,  Guernsey, Ísland, Noregur og Sviss.