Eins og mörgum er kunnugt tekur vinnuhópur á vegum LL árlega saman hagtölur lífeyrissjóða. Gögnin gefa mikilvæga yfirsýn yfir hagstærðir sjóðanna í íslensku hagkerfi eins og að upplýsa um þróun ávöxtunar og greiðslna lífeyris til sjóðfélaga.
Margt áhugavert kemur fram í ný uppfærðum hagtölum LL. Sjá má á eignasamsetningu sjóðanna að þeir hafa nýtt sér aukið aðgengi að hlutabréfum undanfarin ár og aukið áhættudreifingu í eignasafni sínu. Hlutfall veðlána sjóðanna af hreinni eign hefur farið lækkandi frá árinu 2008 og var komið í 6,9% í lok árs 2014. Nánar má sjá í hagtöluskjali LL.