Nýir lánamöguleikar sjóðfélaga hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna.

  • Lækkun vaxta eldri lána um 0,6%.
  • Boðið upp á ný verðtryggð lán gegn fyrsta veðrétti með 4,30% föstum vöxtum.
  • Fjárhæðartakmörk afnumin.
  • Lántökuskilyrði rýmkuð.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur ákveðið að auka fjölbreytni í útlánum til sjóðfélaga lífeyrissjóðsins, en sjóðurinn hefur frá stofnun boðið sjóðfélögum hagkvæm lán. Þannig mun lífeyrissjóðurinn nú bjóða sjóðfélögum upp á verðtryggð lán án fjárhæðartakmarkana auk þess sem lántökuskilyrði eru rýmkuð. Vextir eldri lána verða með hliðstæðu álagi á markaðsvexti og verið hefur, eða 0,75%, en miðast nú við íbúðabréf til 30 ára í stað húsbréfa áður. Því munu vextir eldri lána lækka úr 5,13% í 4,53% frá 1. september n.k., eða um 0,6%.

 

 

 

Nýr lánamöguleiki á fyrsta veðrétt.

 

Verðtryggð lán með föstum vöxtum.

Lán   með   föstum  4,30%  vöxtum álánstímanum auk  verðtryggingar, 1. veðréttur og lánstími allt að 30 ár að vali lántaka.

 

Fjárhæðarmörk, lánshlutfall, lántökugjöld og láns-skilyrði.

Fjárhæðarmörk fari ekki umfram veðsetningarhlutfallið 65% af markaðsverði (hámark samkvæmt lögum um lífeyrissjóði) en þó ekki hærra en 100% af brunabótamati, lántökugjald 1%, lánsskilyrði eru greiðslur til sjóðsins í fjóra af síðustu 6 mánuðum.

 

Ný lán til þeirra sem hafa áhuga á lántöku, án þess að greiða upp eldri lán.

 

Verðtryggð lán með breytilegum vöxtum.

Sjóðfélagar geta hér eftir sem hingað til tekið verðtryggð lán án þess að krafist sé 1. veðréttar til allt að 30 ára með breytilegum vöxtum sem verða 0,75% yfir markaðsvöxtum 30 ára Íbúðabréfa í viðskiptakerfi Kauphallarinnar. Vextir þessara lána verða því 4,53% frá og með 1. september n.k. Fjárhæðarmörk verða afnumin auk þess sem lántökuskilyrði verða hin sömu og í nýja lánaflokknum.