Ný og endurbætt heimasíða hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum.

Sameinaði lífeyrissjóðurinn hefur opnuð nýja heimasíðu, sem kemur í stað eldri síðu sem tekin var í notkun sumarið 1999. Með nýrri heimasíðu býður sjóðurinn félagsmönnum sínum og viðskiptavinum betri þjónustu á veraldarvefnum.

Þegar ákveðið var að bæta þjónustu heimasíðunnar var hún unnin frá grunni með það í huga að starfsmenn sjóðsins gætu auðveldlega breytt henni og bætt við upplýsingum. Helstu nýjungar á nýrri heimasíðu eru: 1) Nýtt útlit sem leiðir til markvissari upplýsingamiðlunar. 2) Fréttir af sjóðnum á forsíðu. 3) Sjóðfélagi getur fengið aðgang að gagnagrunni lífeyrissjóðsins og þannig fylgst með réttindum þínum, skilum launagreiðanda á iðgjöldum, lífeyrisgreiðslum o.þ.h. 4) Ný og aðgengilegri reiknivél fyrir séreignarsparnað 5) Útreikningar á lánum. 6) Umsóknir um lífeyri, greiðslur í séreignadeild beint af vefnum. 7) Áskrift af ákveðnum síðum með tölvupósti, ef þær breytast. 8) Útreikningar á lífeyri í grunndeild og aldurstengdu réttindakerfi. Einnig er stefnt að á næstum mánuðum geti viðskiptavinir sjóðsins geti greitt iðgjöld með rafrænum hætti gegnum heimasíðu sjóðsins. Þessi vinna er liður í tölvuvæðingu Sameinaða lífeyrissjóðsins með það að markmiði að veita sem bestar upplýsingar og þjónustu. Veffang heimasíðu lífeyrissjóðsins er: http://www.lifeyrir.is