Tilgangur sjóðsins er að fjárfesta stóran hluta af hagnaði Norðmanna af olíuframleiðslunni. Sjóðurinn var stofnaður árið 1990 eftir miklar umræður á norska þjóðþinginu og er hlutverk hans að fjármagna norska lífeyriskerfið. Sjóðurinn er rekinn af Seðlabankanum og námu eignir hans á fyrsta ársfjórðungi þessa árs yfir 1.480 milljörðum norska króna (245 milljarðar bandaríkjadala). Sjóðurinn er nú orðinn jafnstór stærsta lífeyrissjóði opinberra starfsmanna í Bandaríkjunum, CalPERS. Frá árinu 1998 var fékk sjóðurinn heimildir til að fjárfesta erlendis fyrir allt að 50% af eignum sínum.
Nafnávöxtun sjóðsins á árinu 2005 var 14,3% í norskum krónum og munar þ.ar mestu um ávöxtun í hlutabréfum sem nam 22,5% á móti 3,8% ávöxtun á skuldabréfum.
Frá árinu 1997 hefur meðaltalsávöxtun sjóðsins numið 6,3% á ári eða alls um 309 milljarða norska króna. Að teknu tilliti til verðbólgu og stjórnunarkostnaðar hefur árleg raunávöxtun sjóðsins numið um 4,5% að meðaltali.
Norski ríkislífeyrissjóðurinn (olíusjóðurinn) er í eigu norska ríkisins og er stjórnað af hinu opinbera. Frá því 1.janúar s.l. er hið opinbera nafn sjóðsins The Government Pension Fund (Statens pensjonsfond), en áður hét sjóðurinn á ensku. The Petroleum Fund of Norway eða Oljefondet á norsku.
Ávöxtun norska olíusjóðsins 1998 til 2005. Annars vegar hlutabréf (equity) og hins vegar skuldabréf (fixed income).