Norski olíusjóðurinn eykur hlutabréfakaup um 50%.

Norski olíusjóðurinn mun auka hlutdeild sína í hlutabréfum úr 40% í 60% af eignum. Þetta kom fram í erindi Knut Kjær, forstjóra Norska olíusjóðsins, sem hann hélt á ráðstefnu ABP lífeyrissjóðsins í Hollandi í dag.
Í erindi Knut Kjær sem fjallaði um langtímafjárfestingar kom fram að norska þingið hefði ákveðið að norski olíusjóðurinn sem er í ríkiseign mundi auka hlutabréfakaup sín á næstunni. Kjær sem hefur stjórnað norska olíusjóðnum í 10 ár sagði að lífeyrissjóðir sem langtímafjárfestar ættu frekar að líta á sig sem “eigendur hlutabréfa” heldur en “lánardrottna” á skuldabréfamarkaði.

Kjær lagði áherslu á að mikilvægi þess að endurmeta þurfi allar fjárfestingar og greindi frá því að allar tekjur, sem kæmu framvegis í sjóðinn vegna olíunnar, yrði notaðar til að fjárfesta í hlutabréfum.

Hann benti á að á árinu 1997 hefði sjóðurinn fjárfest 100% í skuldabréfum, en sjóðurinn hefði smám saman aukið aukið áhættuna í fjárfestingum sínum.

Þrátt fyrir stöðuga gagnrýni frá norskum fjölmiðlum og mörgum stjórnmálamönnum hefur árleg meðalávöxtun sjóðsins numið 4,6%  frá ársbyrjun 1997.

“Langtímafjárfesting er um það að vera reiðubúinn að viðurkenna flökt og óstöðugleika á mörkuðunum”, bætti Kjær við.

Forstjórinn hefur nýlega tilkynnt afsögn sína sem forstjóri sjóðsins, en ekkert hefur komið fram opinberlega hvað hann ætlar sér fyrir, þegar henn yfirgefur Norska olíusjóðinn.

Kjær fæddist í Tønsberg í Noregi á sumardaginn fyrsta árið 1956. Hann var erfingi flatkökuverksmiðju eða öllu frekar hrökkbrauðsverksmiðjunnar Korni, sem móðurafi hans stofnsetti. Varla er þó búist við því að hann taki við rekstri verksmiðjunnar.  


Aðallega þýtt lauslega úr IPE.com 27. september 2007.