Landssamtök lífeyrissjóða efna til námskeiðs um lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Námskeiðið er aðallega ætlað starfsfólki og stjórnarmönnum lífeyrissjóðanna.
Landssamtök lífeyrissjóða efna til námskeiðs um lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða þriðjudaginn 22.febrúar n.k. Námskeiðið, sem haldið verður á Hótel Sögu, B-sal, hefst kl. 13.00 og lýkur kl. 17.00. Námskeiðið er sérstaklega sniðið fyrir almennt starfsfólk og stjórnamenn lífeyrissjóðanna. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri LL mun fjalla m.a. um aðild að lífeyrissjóðum, lágmarksiðgjald, eftirlit með greiðslu iðgjalda, iðgjaldsstofn, iðgjaldagreiðslutímabil, lágmarkstryggingarvernd, upplýsingaskyldu og endurgreiðslu iðgjalda. Bjarni Þórðarson, tryggingafræðingur fjallar m.a. um lágmarkstryggingarverndina, skiptingu ellilífeyrisréttinda milli hjóna, um almenn skilyrði lífeyrissjóðsrekstrar, tryggingafræðilegar athuganir og eftirlit, slit og samruni. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri ALVÍB mun fjalla m.a. umviðbótartryggingarvernd og séreignarsparnað, fjárfestingar heimildir lífeyrissjóða og ársreikninga og endurskoðun og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sjómanna ræðir m.a. um starfsleyfi lífeyrissjóða, rekstur og innra eftirtlit, þ.á.m. um hlutverk stjórna og framkvæmdastjóra, ákvæði um lífeyrissjóði sem starfa við gildistöku laganna, ýmiss ákvæði og bráðabirgðaákvæði laganna. Þátttöku ber að tilkynna eigi síðar en föstudaginn 18. febrúar n.k. Helst á netfangið hrafn@ll.is., en annars í síma 581 4977 eða 581 4209.