Landssamtök lífeyrissjóða efna til námskeiðs þriðjudaginn 20. mars n.k., kl.13.00 til 15.30. Námskeiðið verður haldið að Sætúni 1, Reykjavík. Efni námskeiðsins er m.a. samkomulag um samskipti lífeyrissjóða með sérstakri áherslu á skipt framreikningsréttindi milli sjóða.
Farið verður yfir samkomulag um samskipti lífeyrissjóða, hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn, svo og fjallað um framreikningsréttindi stærstu lífeyrissjóðanna. Þá verður farið yfir hagnýt og raunveruleg dæmi um skipt framreikningsréttindi og hvernig samkomulagið um samskiptamál kemur að notum í því sambandi. Einnig sýnd dæmi um flutning réttinda milli sjóða. Leiðbeinendur verða Guðjón Hansen, tryggingafræðingur, Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri LL og Matthildur Hermannsdóttir, deildarstjóri lífeyrisdeildar Reiknistofu lífeyrissjóða. Námskeiðið hentar vel þeim starfsmönnum lífeyrissjóða sem vinna að lífeyrismálum, taka við umsóknum og þurfa að öðru leyti að svara fyrir örorkulífeyrismál, þ.á.m. varðandi framkvæmd samkomulags um samskipti lífeyrissjóða. Rúmlega 40 þátttakendur hafa skráð sig á námskeiðið.