Milliuppgjör hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja: Hrein eign til greiðslu lífeyris um 10 miljarðar króna.

Samkvæmt árshlutareikningi Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja nam hrein eign til greiðslu lífeyris 9.977.168.193 kr. þann 30. júní s.l. og hafði aukist um 5,5% frá ársbyrjun þessa árs.

Aðrar markverðar upplýsingar úr árshlutareikningnum eru þær að meðaltal hreinnar raunávöxtunar nam um 8% síðustu fimm árin og hrein raunávöxtun fyrstu sex mánuði þessa árs nam um 3,8%. Eignir í erlendum gjaldmiðlum námu samtals um 25% í lok júní s.l. Hlutfallsleg skipting lífeyris var þessi: Eftirlaun 38,3%. Örorkulífeyrir 46,5%. Makalífeyrir 12,1% og barnalífeyrir 3,0%. Heldur hefur vægi eftirlauna aukist miðað við síðasta ár, þegar eftirlaun námu samtals 35,7% af heildarlífeyrisgreiðslum.