Bretland er að ganga í gegnum mestu breytingar á eftirlaunakerfinu, sem gerðar hafa verið í hálfa öld. Sem svar við hærri lífaldri og minni eftirlaunasparnaði hefur ríkisstjórn Verkamannaflokksins tekið almannatryggingarlöggjöfina til gagngerar endurskoðunar. M.a. munu eftirlaunaaldur Breta hækka stig af stigi frá 65 ára til 68 ára aldurs á næstu þremur áratugum. Til að koma til móts við stighækkandi eftirlaunaaldur munu eftirlaunin hækka í samræmi við launahækkanir í stað hækkunar neysluverðs. Venjulega hækka laun hraðar en verðbólgan, svo að í raun mun eftirlaun úr breska almannatryggingakerfnu verða rikulegri en ella.
Til að koma til móts við konur, sem vegna barnauppeldis eru utan vinnumarkaðar í lengri eða skemmri tíma, verður sá tími styttur, sem sem þarf til að öðlast hámarksfjárhæð eftirlauna, úr 44 árum í 30 ár. Þetta merki að milljónir bótaþega, einkum konur, munu njóta fullra eftirlaunaréttinda frá ríkinu.
Það vekur nokkra furðu hveru mikil sátt er um fyrirætlanir bresku ríkistjórnarinnar um eftirlaunamálin. Þannig hefur stjórnarandstaðan almennt samþykkt fyrir sitt leyti þessar umbætur í eftirlaunakerfinu.
Íhaldssmenn eru ánægðir með að aðgerðirnar munu ekki kosta mikla peninga, einkum vegna hækkunar á eftirlaunaaldrinum upp í 68 ár í áföngum. Þá hafa Frjálslyndir fagnað þeirri áherslu sem lögð er á að bæta eftirlaun kvenna.
En þessar aðgerðir munu þó varla gera annað en að halda ástandinu óbreyttu. Breska þjóðin eldist og sífellt verður erfiðara að greiða eftirlaun og halda uppi langtíma heilsugæslu fyrir eldri borgara.
Aukin fjöldi innflytjenda gæti þó verið til verulegra bóta. Innstreymi ungs folks gæti hækkað hlutfall vinnandi manna á móti hverjum eftirlaunaþega. Slík þróun gæti þrátt fyrir allt verið mikilvægari en núverandi endurbætur breskra stjórnvalda í eftirlaunamálum.