Mikil erlend verðbréfakaup í febrúar s.l.

Nettókaupin nú í febrúar að fjárhæð 7.830 m.kr. eru þau mestu síðan kerfisbundið var byrjað að safna saman upplýsingum um erlend verðbréfakaup árið 1994.

Nettókaup á verðbréfum erlendis námu samtals 7.830 m.kr. í febrúar síðastliðnum en voru 482 m.kr. á sama tíma í fyrra. Nettókaup í hlutabréfum nam 1.460 m.kr. í mánuðinum en var 236 m.kr. í fyrra. Þá jukust kaup á hlutdeildarskírteinum erlendra verðbréfasjóða úr 1.245 m.kr. í 6.312 m.kr. og keyptu Íslendingar skuldabréf fyrir 37 m.kr. samanborið við nettósölu upp á 999 m.kr. fyrir ári.


Nettókaupin nú í febrúar að fjárhæð 7.830 m.kr. eru þau mestu síðan kerfisbundið var byrjað að safna saman upplýsingum um erlend verðbréfakaup árið 1994.Önnur mestu nettókaupin voru í marsmánuði árið 2000 en þá námu kaupin um 6.755 m.kr. og þriðju mestu kaupin voru í september árið 2000 eða um 6.482 m.kr. Nettókaupin í janúar og febrúar námu um 13.806 m.kr. en leita þarf aftur til ársins 2000 til að finna sambærileg nettókaup en þá voru kaupin um 9.147 m.kr.