Meðalraunávöxtun hjá Lífeyrissjóði lækna 4,9% s.l. 5 ár.

Nafnávöxtun Lífeyrissjóðs lækna árið 2001 var 5,9% og raunávöxtun - 2,5%. Meðalraunávöxtun sjóðsins á ári s.l. 5 ár var 4,9% og s.l. 10 ár 6,7%.

Árið 2001 var annað árið í röð sem var óhagstætt fyrir fjárfesta s.s. lífeyrissjóða, aðallega vegna lækkunar á verði hlutabréfa. Heildareignir Lífeyrissjóðs lækna í árslok 2001 voru 12,8 milljarðar og stækkaði sjóðurinn um 1 milljarð á árinu. Greidd iðgjöld voru 630 milljónir króna. Lífeyrissjóðurinn greiddi 243 milljónir króna í lífeyri til 207 lífeyrisþega. Fjárfestingargjöld og rekstrarkostnaður voru samtals 19 milljónir árið 2001 og hefur farið lækkandi. Fjárfestingargjöld og rekstrarkostnaður voru 20,9 milljónir árið 2000. Í árslok 2001 var gerð tryggingafræðileg úttekt á skuldbindingum lífeyrissjóðins. Vegna aukningar réttinda um 45% á árinu 2000 og slakrar ávöxtunar árin 2000 og 2001 hefur tryggingafræðileg staða versnað. Þegar litið er til framtíðarskuldbindingar eru heildarskuldbindingar 4,8% umfram eignir.