Margir Danir spara ekki til elliáranna.

Fjórði hver Dani yfir 30 ára sparar ekki til elliáranna. Í rannsókn sem dönsk stjórnvöld hafa gert kemur í ljós að 25% eða 547 þúsund Danir milli 30 og 59 ára greiddu hvorki til lífeyrissjóða eða lögðu fjármuni til hliðar í viðbótarlífeyrissparnað. Ef þessi hópur fer ekki að spara, þá mun hann einungis fá bætur úr almannatryggingakerfinu.

Ekkert sparað síðustu 7 árin!

Þá kemur einnig í ljós í rannsókninni að 321 þúsund Danir hafa ekkert sparað til elliáranna síðustu sjö árin eða frá 1997 til 2003. Þar af eru 116 þúsund í skóla  eða hafa þegar hafið töku lífeyris.

Þá kemur fram í þessari rannsókn að 130 þúsund launþega, sjálfstæðra atvinnurekenda og þeirra sem eru heimavinnandi hafa ekki borgað eina einustu krónu til lífeyrissjóðanna eða í viðbótarlífeyrissparnað síðustu sjö árin.

 

Aðeins greitt 7% iðgjald!

 17% af Dönum á aldursbilinu 30 til 59 ára , sem borguðu iðgjöld á árinu 2003, greiddu minna en 7% af launum í lífeyriskerfið. Stærsti hlutinn eru launþegar i láglaunastöfum og í  atvinnugreinum,  sem ekki hefur verið samið um  greiðslur í lífeyrissjóði í almennum kjarasamningum.

 

Greiðslur frá almannatryggingum munu vega þyngst eftir 40 ár.

Samkvæmt rannsóknninni munu á árinu 2045  bætur frá almannatryggingum, þ.e. grunnlífeyrir og tekjutryggingin, vega  þyngst í ellilífeyrislífeyrisgreiðslunum fyrir hvorki meira né minna en 60% af bótaþegunum. 


Þýtt úr Berlingske Business.