Listi yfir 1000 stærstu lífeyrissjóðina í Evrópu birtur.

Mánaðarritið IPE (Investment & Pensions Europe) hefur birti lista yfir 1000 stærstu lífeyrissjóði í Evrópu. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er í 149. sæti og Lífeyrisjóður verslunarmanna er í 179. sæti. Stærsti lífeyrissjóður í Evrópu er hollenski lífeyrissjóðurinn ABP, sem er lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna, með um 2,4 m. sjóðfélaga og með eignir sem nema hvorki meira né minna en 13.728 miljörðum. ísl. kr.

Næst stærsti lífeyrissjóður í Evrópu er Statens Petroleumsfond, þ.e. norski olíusjóðurinn, með eignir sem nema 9.786 miljörðum íslenskar króna.

Þriðji stærsti sjóðurinn er sænsku ríkislífeyrissjóðirnir AP 1,2,3,4,6,7, sem taldir eru í einu lagi með eignir sem nema 5.778 miljörðum ísl.króna.

Fjórði stærsti lífeyrissjóðurinn kmur frá Hollandi,  PGGM, sem er lífeyrissjóður innan heilsugeirans með um 1,8 milljón sjóðfélaga og eignir, sem nema um 4.902 milljörðum ísl. kr.

Fimmti stærsti sjóðrimnn er svo ATP í Danmörku, sem er eiginlega ríkisslífeyrissjóður, með eignir sem nema 3.344 miljörðum ís. kr.

Stærsti lífeyrisjóðurinn í Bretlandi lendir í 6. sæti, en það er British Telecom með eignir sem nema 3.015 miljörðum ísl.kr.