Lífslíkur aukast verulega í Hollandi

Holland – Félag hollenskra tryggingafræðinga (AG) hefur staðfest að breyta þurfi spám um lífslíkur töluvert.

Í yfirlýsingu sagði AG að lífslíkur aukist mjög mikið en þar var bent á að: „Niðurstöður rannsókna okkar á árunum 2003 til 2008  sýna að fyrri spár um lífslíkur hafa verið of lágar.“

Með því að rannsaka tölur um dánartíðni af fimm ára tímabil frá hollensku Hagstofunni,  var komist að því að börn fædd á árunum 2003 til 2008 munu lifa 0.6 árum lengur  en áður var talið; drengir muni ná 77.4 árum að meðaltali en stúlkur 81.7 árum. Aukning á lífslíkum kvenna hefur hægt á sér og því hefur munurinn á lífslíkum kynjanna minnkað.

Félag hollenskra tryggingafræðinga mæla með því að félagsmenn samtaka sinna taki þessa þróun með í reikninginn þegar verið er að gera tryggingafræðilega úttekt á lífeyrissjóðum fyrir árið 2009.

Áhugavert er að merkja að tölur sem hollenska Hagstofan birti nýlega gefa til kynna að lífslíkur þeirra sem fæðast í Hollandi árið 2008 séu 78.3 ár fyrir drengi en 82.3 ár fyrir stúlkur.

Karlmenn hafa bætt við sig 5.8 æviárum frá því árið 1980, (ólifuð meðalævi) á meðan lífslíkur kvenna hafa aukist um 3.1 ár á sama tíma.

„Þessar upplýsingar koma ekki á óvart þar sem við höfum einnig tekið eftir þessari þróun. Það er hins vegar okkar mat að tryggingafræðingarnir ættu að tengja spár sína meira við spá Hagstofunnar,“ segir Arnold Jager, ráðgjafi hjá Hewitt Associates. „Það sem við þurfum nú á að halda er að uppfæra hvernig dánarlíkur breytast eftir því sem læknavísindin þróast. Þannig gætum við til dæmis reiknað út lífslíkur fimmtugrar manneskju árið 2020.“

Jager segir að fyrirtæki hans muni nota tölurnar frá hollensku Hagstofunni þegar reikna eigi út langlífi, sem táknar 4% aukningu lífeyrisskuldbindingum lífeyrissjóðanna.


 


Birtist á ipe.com