Lífiðn tekur upp aldurstengt réttindakerfi.

Á ársfundi Lífiðnar fyrir skömmu var samþykkt að breyta réttindakerfinu hjá sjóðnum. Frá og með 1. september 2002 verður tekið upp aldurstengt réttindakerfi og verður eldra kerfi með jafnri ávinnslu réttinda lokað frá sama tíma. Allir sjóðfélagar munu því frá þeim tíma greiða iðgjöld í hið nýja aldurstengda kerfi.

Fyrir um tveimur árum ákvað stjórn Lífiðnar að endurskoða réttindakerfi sjóðsins. Stjórnin sjóðsins stóð m.a. frammi fyrir því að lækka reiknistuðlana og skerða að einhverju leyti makalífeyririnn eða þá að kanna rækilega aðrar leiðir, þ.á.m. að taka upp aldurstengt réttindakerfi. Í janúar s.l. ákvað stjórn Lífiðnaðr svo að stefna að lokun eldra kerfi með jafnri réttindaávinnslu og taka í stað þess upp aldurstengt réttindakerfi. Um leið og þessi breyting ætti sér stað yrðu áunnin réttindi umfram lífeyrisskuldbindingar útdeilt til þeirra sem þegar höfðu áunnið sér lífeyrisréttindi í sjóðnum. Við þessar breytingar munu áunnin réttindi sjóðfélaga í Lífiðn hækka um allt að 26% og munu lífeyrisþegar t.d. fá 20% hækkun á lífeyri sínum. Þeir sem komnir eru á lífeyrir halda þeim makalífeyrisréttindum sem Lífiðn hefur haft. Makalífeyririnn verður áfram ævilangur frá 67 ára aldri en verður 25% af ellilífeyrisréttindum í stað 50% áður.