Lífiðn semur við Lehman Brothers.

Lífeyrissjóðurinn Lífiðn hefur nú samið við bandaríska fjárfestingabankann Lehman Brothers um umsjón hluta af fjárfestingum lífeyrissjóðsins í erlendum hlutabréfum.

Um er að ræða fjárfestingu í skráðum bréfum eingöngu með áherslu á hlutabréf fyrirtækja sem sýnt þykir að búi yfir miklum framtíðarvexti. Ráðstöfun fjármuna inn og út úr viðkomandi hlutabréfasafni er í höndum Lífiðnar en ákvörðun um fjárfestingu í einstökum hlutafélögum er alfarið hjá Lehman Brothers með hliðsjón af því samkomulagi sem gert hefur verið.