· Lækkun vaxta eldri lána um 0,5%, úr 5,1% í 4,6%.
· Eldri lán tilheyra B-lánum.
· Boðið upp á ný verðtryggð lán gegn 1. veðrétti með 4,3% föstum vöxtum. Þetta verða A-Lán.
· Fjárhæðartakmörk afnumin.
· Lánstími 5-40 ár.
· Uppgreiðanleg hvenær sem er án kostnaðar.
Stjórn Lífiðnar hefur ákveðið að sjóðfélögum gefist kostur á tveimur flokkum lána. A-Lán og B-Lán.
A-Lán með föstum vöxtum, kröfu um 1. veðrétt, og að sjóðfélagarnir geri samning um séreignarsjóðsgreiðslur til Lífiðnar. B-Lán með breytilegum vöxtum, þeim flokki tilheyra eldri sjóðfélagalán, eru með óbreyttu formi fyrir utan vaxtalækkun og lengri lánstíma. Munur á vaxtakjörum eru 0,30% sem skýrist fyrst og fremst af tryggingastöðu sjóðsins í A-lánum þar sem hann er á 1. veðrétti og að lántakendur A-Lána skuldbinda sig til að greiða í séreign Lífiðnar.
Helstu breytingar á útlánum Lífiðnar verða því:
Hlutfall sjóðfélagalána hjá Lífiðn er um 15% af heildareignum sjóðsins. Lífiðn hefur ávallt lagt áherslu á það að geta boðið sjóðfélögum sínum lán á hagstæðum kjörum. Tryggingarstaða Lífiðnar er mjög traust og voru eignir um síðustu áramót 2,8 milljarðar umfram heildarskuldbindingu eða 6,4%. Á árinu 2002 hækkaði sjóðurinn lífeyrisgreiðslur um 15,5% og áunnin réttindi sjóðfélaga um 22,4% um leið og aldurstengt réttindakerfi var tekið upp.
Það er því í kjölfar breyttra markaðsaðstæðna á lánamarkaði og traustrar stöðu sjóðsins sem stjórn Lífiðnar hefur ákveðið að lækka vexti á núverandi sjóðfélagalánum umtalsvert eða um 0,6% og um leið bjóða upp á nýjan flokk lána svokölluð A-Lán með 4,3% vöxtum.