Lífeyrissjóðurinn Lífiðn hefur birt ársuppgjör vegna síðasta árs. Sjóðurinn á 37% umfram eignir miðað við áfallnar skuldbindingar. Heildaskuldbinding umfram eignir er hins vegar 3,9% og hrein raunávöxtun var neikvæð um 4,7%.
Lífiðn er nú níundi stærsti lífeyrissjóður landsins. Eignir hans eru 18,2 milljarðar og jukust þær um 11% á síðasta ári. Árið 2001 var fimmta starfsár sjóðsins og jafnframt það erfiðasta. Árið einkenndist af miklum sviptingum á fjármálamörkuðum og ávöxtun lífeyrissjóða var mun lakari en fyrri ár. Hrein raunávöxtun sjóðins var - 4,7%. Slök ávöxtun ársins má rekja til mikilla lækkana á innlendum og erlendum mörkuðum. Á síðasta ári greiddu um 5.400 einstaklingar til sjóðsins sem er 8% fjölgun frá árinu áður. Iðgjaldatekjur jukust um 21% á sama tíma og námu 1.481 milljónum í árslok. Ársfundur Lífiðnar verður haldinn 16. maí n.k. kl. 17.00 á Hótel Sögu, A-sal.