Meðaltal hreinnar ávöxtunar frá stofnun er 7,2%. Ávöxtun sjóðsins ársins 2000 var 0,2% og lækkaði mikið frá árinu áður. Síðustu mánuði ársins 2000 lækkuðu innlend og erlend hlutabréf mikið sem leiddi til þess að ávöxtun sjóðsins lækkaði verulega.
Hlutfall hlutabréfa í eignasafni sjóðsins fer hækkandi og má búast við meiri sveiflum á ávöxtun sjóðsins. Til lengri tíma litið mun hærra hlutfall hlutabréfa skila sjóðnum betri ávöxtun vegna þess að vænt ávöxtun þeirra er mun meiri en skuldabréfa. Lífiðn er tíundi stærsti lífeyrissjóður landsins. Eignir hans eru 16,3 milljarðar, og jukust þær um 12% á síðasta ári. Á árinu greiddu 4.936 einstaklingar til sjóðsins sem er 7% fjöldun frá árinu áður. Iðgjaldatekjur uxu um 28% á sama tíma og námu 1.214 millj. í árslok. Samtals eiga 10.415 einstaklingar réttindi hjá sjóðnum.