Lífeyrissjóður Vestmannaeyja er einn fyrsti lífeyrissjóðurinn á Íslandi sem opnar sjóðfélögum aðgengi að upplýsingum um iðgjöld og lífeyri sinn. Unnt er að sjá yfirlit yfir iðgjaldagreiðslur hvers árs eftir launagreiðendum sundurliðuð eftir mánuðum.
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja opnaði í dag heimasíðu á veraldarvefnum. Nefangið er: http://www.lsv.is Á heimasíðunni er m.a. að finna samþykktir sjóðsins, upplýsingar um starfsemi og rekstur, séreignarsparnað og líftryggingar, stjórn og starfsmenn. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja er einn fyrsti lífeyrissjóðurinn á Íslandi sem opnar sjóðfélögum aðgengi að upplýsingum um iðgjöld og lífeyri sinn. Unnt er að sjá yfirlit yfir iðgjaldagreiðslur hvers árs eftir launagreiðendum sundurliðuð eftir mánuðum. Lífeyrisþegar geta á sama hátt nálgast upplýsingar um lífeyrisgreiðslur sínar. Sótt er um aðgengi að sjóðfélagaupplýsingum á heimasíðu sjóðsins og er notandanafn og lykilorð sent til viðkomandi í pósti. Þegar frá líður er gert ráð fyrir að launagreiðendur geti sent skilagreinar til sjóðsins í gegnum heimasíðuna og að sjóðfélagar geti sótt um lífeyri. Nánari upplýsingar veitir Haukur Jónsson í síma 481-2098.