Lífeyrissjóður Vestmannaeyja birtir gott árshlutauppgjör.

Hrein raunávöxtun sjóðsins tímabilið janúar – júní 2004 var 7,3% sem svarar til 15,13% hreinnar raunávöxtunar á ársgrundvelli. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ára var 4,09%.

Hrein raunávöxtun séreignadeildar var 19,81% á ársgrundvelli, 18,85% á Safni I og 20,16% á Safni II.

 

 

Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris var 14.3 milljarðar í júnílok og hækkaði um 1.362 milljónir frá áramótum, eða um 10,5%.

 

Eignir Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja skiptust þannig 30. júní 2004, að verðbréf með föstum tekjum eru um 55%, aðallega innlend skuldabréf til langs tíma, verðbréf með breytilegum tekjum eru um 45% af fjárfestingum sjóðsins og skiptast þannig að innlend hlutabréf eru um 21% og erlend hlutabréf um 24%.

 

Miliuppgjöríð er að finna á heimasíðu lífeyrissjóðsins www.lsv.is