Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur birt ársreikning sinn fyrir árið 2002. Heildareignir samtryggingardeildar sjóðsins jukust um 0,3% frá fyrra ári og námu tæpum 12 milljörðum króna í árslok. Sjóðfélögum fjölgaði um 147 á árinu. Hrein raunávöxtun deildarinnar var neikvæð um 10,58% á árinu, en meðaltal hennar er jákvætt um 1,06% yfir sl. fimm ár og 3,58% yfir sl. 10 ár.
Heildareignir séreignardeildar jukust um 76,5% á árinu og námu rúmum 358 milljónum króna í árslok. Hrein raunávöxtun deildarinnar var jákvæð um 5,31%, en meðaltal hennar frá því að deildin tók til starfa fyrir 4 árum er jákvætt um 4,10%.
Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að aðalfundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga verði haldinn á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún fimmtudaginn 22. maí nk. kl. 17:15.