Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga veitir lán til einstaklinga óháð aðild að sjóðnum.

Þann 25. ágúst 2005 samþykkti stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (LSS) að breyta lántökuskilyrðum sjóðsins á þann veg að lán eru veitt til einstaklinga óháð aðild að sjóðnum. Skilyrði fyrir lánsúthlutun er að umsóknareyðublöð séu útfyllt á fullnægjandi hátt og fullnægjandi gögnum skilað. 

Aðeins er lánað gegn veði í íbúðarhúsnæði og miðast veð í íbúðarhúsnæði við allt að 65% af fasteignamati. Veðsetning fer þó aldrei yfir 100% af brunabótamatsverði viðkomandi eignar.

LSS veitir lán til allt að 40 ára og í dag eru fastir vextir 4,15%. Breytilegir vextir miðast við 0,6% álag á meðalávöxtun skuldabréfa Íbúðalánasjóðs (flokkur HFF 150434) síðustu 3 mánuði, nú 4,20 %.

Enginn aukakostnaður er greiddur hjá LSS ef lántaki velur að greiða upp lán og einnig er heimilt að greiða inn á höfuðstól hvenær sem er án kostnaðar.