Lífeyrissjóður bænda með eignastýringu hjá Landsbréfum.

Nú í vikunni undirrituðu Lífeyrissjóður bænda og Landsbankinn-Landsbréf samning um eignastýringu. Landsbankinn-Landsbréf munu sjá um stýringu hluta verðbréfasafns sjóðsins að fjárhæð um 2,6 milljarðar króna frá næstu áramótum.

Með samningi þessum vonast Lífeyrissjóður bænda til þess að aukin fjölbreytni fáist í eignasafn sjóðsins, ávöxtun batni og góð áhættudreifing náist vegna mismunandi aðferðafræði eignastýringafyrirtækja. Jafnframt verði rekstrarkostnaði sjóðsins haldið í lágmarki. Landsbankinn-Landsbréf fylgja fyrirfram ákveðnum heimildum til fjárfestinga og er ávöxtun mæld reglulega og borin saman við viðmið. Landsbankinn-Landsbréf hafa gert nokkra samninga af þessu tagi á undanförnum árum og hefur fyrirtækið byggt upp víðtæka reynslu á þessu sviði.