Landssamtök lífeyris- sjóða sjá ástæðu til að vísa á bug að lífeyris- sjóðir landsins beri á einhvern hátt ábyrgð á því að íslenskir skattgreið- endur sitja uppi með hundruða milljarða króna skuld vegna ICESAVE-reikninga Landsbankans. Fullyrt var í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld að „ICESAVE-skuldin hefði ekki lent á íslenska ríkinu hefðu lífeyrissjóðirnir orðið við beiðni Landsbankans um uppgjör myntsamninga“. Þetta er alveg fráleitt og stenst enga skoðun.
Þetta tiltekna mál var kannað rækilega í ranni lífeyrissjóðanna í dag, enda vilja þeir ekki sitja undir fullyrðingum um ábyrgð á ICESAVE-málinu.
Niðurstaðan er sem hér segir:
ICESAVE-málið bar aldrei á góma í samskiptum Landsbankans og lífeyrissjóðanna.
Lífeyrissjóðirnir áttu fram undir fall Landsbankans í viðræðum við ríkisstjórnina um að flytja heim hluta erlendra eigna sinna til að styrkja gjaldeyrisstöðu landsins en áttu hins vegar ekki í neinum viðræðum við Landsbankann, hvorki um gjaldmiðlaskiptasamninga né annað.
Neikvæð staða gjaldmiðlasamninga lífeyrissjóðanna við Landsbankann nam 17,2 milljörðum króna við fall hans. Ekkert var gjaldfallið af þeirri fjárhæð.