Greiningar- og rannsóknarstörf um málefni lífeyrissjóðakerfisins eru afar mikilvæg fyrir íslenskt þjóðfélag. Því vilja Landssamtök lífeyrissjóða (LL) styðja við rannsóknir um málefni sem tengjast starfsemi lífeyrissjóða. Þeir sem vilja standa að greiningu eða annarri rannsóknarvinnu á sviði lífeyrissmála eru hér með hvattir til að gera grein fyrir hugmyndum sínum og senda erindi þess efnis á stjórn LL fyrir 1. september 2014. Umsóknir vegna rannsóknarverkefna verða yfirfarnar af þriggja manna umsagnarnefnd sem skipuð er framkvæmdastjóra, formanni eigna- og áhættustýringarnefndar og formanni réttindanefndar LL. Stjórn samtakanna tekur endanlega ákvörðun um stuðning við tiltekin rannsóknarverkefni en áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum hugmyndum og tillögum sem berast.
Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða