Lifa fyrir líðandi stund.

Helmingur launþega í Bretlandi mun væntanlega búa við fátækt þegar þeir verða gamlir, þar sem þeir hafa ekki lagt til hliðar lífeyrissparnað til efri ára. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu stjórnvalda í Bretlandi.

Í skýrslunni kemur fram að aðeins helmingur af  28 milljónum starfandi manna  í Bretlandi er með einhvern lífeyrissparnað á meðan hinn helmingurinn reiðir sig algjörlega á fjárhagslegan stuðning frá ríkinu.  Fjöldi ungs fólks er fráhverft því að leggja til hliðar af launum sínum  í langtímasparnað og vill heldur eyða peningum sínum til að njóta lífsins.

Fyrir aðeins tveimur árum, höfðu sjö af hverjum tíu eftirlaunaþegum einhvers konar aðrar tekjur  en frá almannatryggingum.  Þessar upplýsingar hafa nú komist aftur í sviðsljósið vegna þeirrar eftirlaunakreppu sem er aðsteðjandi í Bretlandi, m.a. vegna lengri lífaldurs og þó ekki síður vegna lélegrar ávöxtunar  á lífeyrissparnaði, sem hefur í för með sér verulegar áhyggjur að fólk  að þurfa ð búa við fátækt á efri árum.

Í skýrslunni kom einnig fram að fimmti hver launþegi  í Bretlandi telur sig  eingöngu muni fá ellililífeyri frá almannatryggingum sem er rúmlega 77 pund á viku eða tæpar 10 þúsund íslenskrar krónur á viku.

Þeir sem munu  væntalega lifa við fátækt á eldri árum eru einyrkjar og fólk sem vinnur hlutastarf, einkum konur.

Samt sem áður eru margir enn mjög bjartsýnir á framtíðina og álíta að þeir geti hætt launaðri vinnu við 60 ára aldur. Þessi bjartsýni er enn til staðar þrátt fyrir það að stjórnvöld hafa gefið út þá viðvörun að fólk verði að halda sínum störfum áfram eftir sextugt og leggja meira til hliðar til efri áranna.

Sumir  gagnrýna ríkisstjórnina fyrir það, hversu margir hafa hætt að spara og fullyrða lífeyrissparnaðurinn sé of flókinn. Margir launþegar telja sig samt sem áður einfaldlega ekki hafa  efni á því að spara í  þeirri efnahagslegu niðursveiflu sem nú er í Bretlandi á meðan aðrir vilja frekar eyða heldur en að spara við þær aðstæður, þegar vextirnir eru sögulegu lágmarki.

  


Heimild: Pensionsnet.