Leiðrétting vegna rangrar fréttar í hálffimm fréttum KB-banka.

Í fréttabréfinu er fullyrt að sjóðfélagalán lífeyrissjóðanna hafi numið um 250 milljónum að meðaltali á mánuði það sem af er þessu ári. Í athugasemd frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði verslunarmanna segir að þessi fullyrðing sé alröng.

Í fréttabréfinu er fullyrt að sjóðfélagalán lífeyrissjóðanna hafi numið um 250 milljónum að meðaltali á mánuði það sem af er þessu ári. Þessi fullyrðing er alröng eins og sést best af því að tveir stærstu lífeyrissjóðirnir, þ.e. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður verzlunarmanna hafa lánað sjóðfélögum sínum 4,7 milljarða það sem af er ári eða sem nemur 590 milljónum að meðaltali á mánuði á fyrstu 8 mánuðum ársins. Þá er ekki tekið tillit til lánveitinga annarra lífeyrissjóða til sinna sjóðfélaga.

Ennfremur er ranglega fullyrt að útgáfa sjóðfélagalána á árinu 2003 hafi numið 4,5 milljörðum króna. Einungis hjá fyrrgreindum tveimur lífeyrissjóðum nam útgáfan 7,9 milljörðum.

Það er umhugsunarefni hvernig stendur á því að jafn aðgengilegar talnalegar staðreyndir eru rangfærðar með þessum hætti.

 

Haukur Hafsteinsson LSR

Þorgeir Eyjólfsson  LV