Langstærstur hluti séreignarlífeyrissparnaður á vegum lífeyrissjóðanna.

Langstærstur hluti séreignarlífeyrissparnaðar er í vörslu þeirra 6 lífeyrissjóða sem störfuðu sem hreinir séreignarlífeyrissjóðir fyrir gildistöku laga nr. 129/1997 en í árslok 2002 var séreignarlífeyrissparnaður að fjárhæð 44,3 ma.kr. í þeirra vörslu. Heildarséreignarsparnaður í vörslu lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila var 58,9 ma.kr. í árslok 2002. Vörsluaðilar lífeyrissparnaðar voru 48 talsins í árslok 2002, þ.e. 17 lífeyrissjóðir, 23 sparisjóðir, 5 bankar og verðbréfafyrirtæki og 3 líftryggingafélög. 

Séreignarlífeyrissparnaður hefur vaxið stöðugt á milli ára frá árslokum 1999 en þá hóf Fjármáleftirlitið að kalla sérstaklega eftir upplýsingum um lífeyrissparnað frá lífeyrissjóðum og öðrum vörsluaðilum lífeyrissparnaðar.

 Lífeyrissparnaður í vörslu annarra en lífeyrissjóða var 0,6 ma.kr. í árslok 1999, 2 ma.kr. í árslok 2000, 5,5 ma.kr.í árslok 2001 og 9,1 ma.kr.í árslok 2002. Lífeyrissparnaður í vörslu lífeyrissjóða, annarra en þeirra sem störfuðu sem hreinir séreignarsjóðir fyrir gildistöku laga nr. 129/1997, var 1 ma.kr. í árslok 1999, 1,9 ma.kr. í árslok 2000, 3,4 ma.kr. í árslok 2001 og 5,6 ma.kr. í árslok 2002.

Langstærstur hluti séreignarlífeyrissparnaðar er í vörslu þeirra 6 lífeyrissjóða sem störfuðu sem hreinir séreignarlífeyrissjóðir fyrir gildistöku laga nr. 129/1997 en í árslok 2002 var séreignarlífeyrissparnaður að fjárhæð 44,3 ma.kr. í þeirra vörslu. Heildarséreignarsparnaður í vörslu lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila var því 58,9 ma.kr. í árslok 2002.

Iðgjöld til séreignarlífeyrissparnaðar voru 9,7 ma.kr. á árinu 2001 og 14,2 ma.kr. á árinu 2002 og jukust því um 46% á milli ára. Af iðgjöldum ársins 2002 var 6,2 ma.kr. ráðstafað til lífeyrissjóða sem áður störfuðu sem hreinir séreignarsjóðir (þ.a. 1,5 ma.kr. til bundinnar séreignar), 2,3 ma.kr. til annarra lífeyrissjóða og 5,7 ma.kr. til annarra vörsluaðila lífeyrissparnaðar.

Lífeyrisréttindi í séreign geta sprottið af viðbótariðgjaldi umfram lögbundið 10% iðgjald annars vegar og af 10% lögbundnu iðgjaldi til lágmarkstryggingaverndar hins vegar. Séreign sem sprettur af 10% lögbundnu iðgjaldi skiptist í séreign til lágmarkstrygginga- verndar (bundin séreign) og séreign til viðbótartryggingaverndar. Sex lífeyrissjóðir nýta sér heimildir í lögum til að skilgreina lágmarkstryggingavernd lægri en 10% og bjóða upp á lágmarks- tryggingavernd sem er samþætting séreignar og sameignar.


Úr ársskýrslu Fjármálaeftirtlitsins.