Landssamtök lífeyrissjóða ganga til liðs við Samtök fjármálafyrirtækja í fjármálalæsisverkefninu Fjármálaviti.

Kristín Lúðvíksdóttir, verkefnisstjóri Fjármálavits, Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF, Þóre…
Kristín Lúðvíksdóttir, verkefnisstjóri Fjármálavits, Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF, Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri LL og Rakel Fleckenstein Björnsdóttir, verkefnisstjóri LL.

Samstarfssamningur undirritaður í Háskólabíói

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) og Landssamtök lífeyrissjóða (LL) hafa gengið til samstarfs um Fjármálavit sem er verkefni á vegum SFF.

Fjármálavit er námsefni fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla sem hefur verið þróað í samvinnu við kennara og kennaranema. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að auknu fjármálalæsi ungs fólks og veita kennurum innblástur í kennslu um fjármál. Yfir 100 starfsmenn aðildarfélaga SFF heimsækja um 4000 nemendur í 10. bekk á hverju ári  og með innkomu Landssamtaka lífeyrissjóða bætast starfsmenn lífeyrissjóðanna í þann hóp.

Tilvitnun í Þóreyju:  Við hjá Landssamtökum lífeyrissjóða sjáum mikil tækifæri í samstarfinu við SFF og Fjármálavit. Starfsfólk lífeyrissjóðanna býr yfir mikilli þekkingu á fjármálum einstaklinga og það er okkur tilhlökkunarefni að fá að heimsækja tíundubekkinga og eiga með þeim góðar stundir í verkefnum sem tengjast þessum mikilvæga málaflokki.

Tilvitun í Katrínu: „Það er okkur mikið fagnaðaefni að fá Landssamtök lífeyrissjóða til liðs við verkefnið Fjármálavit en það mun gefa verkefninu byr undir báða vængi og auka slagkraftinn“

Nánari upplýsingar um verkefnið má lesa á heimasíðu þess (Fjármálavit.is)

Í tilefni af Alþjóðlegri fjármálalæsisviku stóðu SFF og Stofnun um fjármálalæsi fyrir ráðstefnu í Háskólabíói 29. mars undir fyrirsögninni "Ungt fólk & fjármálalæsi". Þar fluttu erindi þau Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, Auður Bára Ólafsdóttir, ritstjóri í stærðfræði hjá Menntamálastofnun, Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF og menntamálaráðherra, Kristján Júlíusson, flutti ávarp.

Í lokin voru áhugaverðar pallborðsumræður sem Halldóra Traustadóttir, forstöðumaður hjá Íslandsbanka stýrði. í pallborði voru: Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, Kristófer Maronsson, hagfræðinemi, Edda Kristín Hauksdóttir, kennari í Hagaskóla, Guðrún Inga Guðlaugsdóttir, fræðslustjóri Sjóvá, Helga Marzellíusardóttir, leiðbeinandi á vegum Fjármálavits og Petra Bragadóttir, kennslustjóri í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.

Myndband af pallborðsumræðum